Lagarök sérhæfir sig í lögfræðilegri innheimtu vanskilakrafna fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Lagarök leggur metnað sinn í að ná hámarksárangri í innheimtu krafna, auk þess að veita persónulega þjónustu þar sem öll erindi eru meðhöndluð sem trúnaðarmál.
Ef aðgerðir í milliinnheimtu hafa ekki borið árangur er löginnheimta oftast síðasta og eina úrræðið. Lagarök og Netskil hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að Lagarök annast innheimtu á kröfum þeirra viðskiptavina Netskila sem það kjósa.
Meginregla Löginnheimtunnar er að greiðandi beri allan áfallinn og útlagðan kostnað. Reynist innheimta kröfu árangurslaus greiðir kröfuhafi aðeins útlagðan kostnað sem er fast gjald að upphæð kr. 6000.- Komi hins vegar til útgáfu stefnu er farið eftir gjaldskrá um tímagjald og skal kröfuhafa gerð grein fyrir hugsanlegum kostnaði og/eða samið er um slíkan kostnað hverju sinni.
Löginnheimtan býður alla kröfuhafa velkomna í viðskipti.