Lagarök lögmannsstofa hefur yfir að ráða mikilli þekkingu á skaðabótamálum. Lögmenn stofunnar veita alla þjónustu í slysa- og skaðabótamálum og innheimtu vátryggingabóta. Lögmenn stofunnar aðstoða einstaklinga við að sækja rétt sinn vegna líkamstjóns af fagmennsku og festu með hámarksárangur að leiðarljósi.
Lagarök lögmannsstofa veitir þjónustu vegna allra tegunda slysa-, skaðabóta- og vátryggingamála svo sem vegna:
- Vinnuslysa.
- Sjóslysa.
- Umferðarslysa.
- Vélhjóla- og snjósleðaslysa.
- Sjúklingatryggingar- og læknamistakamála.
- Líkamsárása og afbrota.
- Frítímaslysa og slysa við heimilisstörf.
- Innheimtu vátryggingabóta.
Lögmenn stofunnar þekkja vel til bótaréttar í hverju tilviki og hvernig samspil hinna ýmsu bótaúrræða virka, en oft er bótaréttur til staðar á fleiri en einum stað vegna sama atviks.
Vinnuslys:
- Á ári hverju slasast fjöldi manns í vinnuslysum. Launþegar eru misvel tryggðir og því skiptir máli að vanda vel til verka frá upphafi. Lögmenn stofunnar leggja sig fram í hvívetna við að ná fram rétti tjónþola vegna þessara mála.
Sjóslys:
- Bótaréttur vegna sjóslysa er mismunandi eftir því hvort viðkomandi sé við vinnu og lögskráður eða hvort um frítímaslys er að ræða.
Umferðarslys, vélhjóla- og snjósleðaslys:
- Bótaréttur vegna umferðarslysa er ein víðtækasta tryggingavernd sem þekkist hér á landi. Lögmenn stofunnar sækjum rétt viðkomandi vegna slíkra mála og sjá til þess að viðkomandi verði ekki fyrir óþarfa útgjöldum.
Sjúklingatryggingar- og læknamistakamál:
- Lögmenn stofunnar búa yfir mikilli sérhæfingu vegna þessa mála. Sjúklingar hafa víðtækan bótarétt vegna tjóna sem þeir verða fyrir í læknismeðferð. Um flókin og sérhæfð mál er að ræða þar sem mikilvægt er að leita til fagmanna við kröfugerð og uppgjör.
Frítímaslys og slys við heimilisstörf:
- Gott er að leita til fagmanna við mat á umfangi tryggingaverndar vegna frítímaslysa og slysa við heimilisstörf. Oft er um tryggingu að ræða samkvæmt kjarasamningi sem er þá umfram einkavátryggingu. Bótaréttur getur því verið til staðar og er nauðsynlegt að kanna það hverju sinni.